1.0
Abdom
DIGESTION
Til að búa til hágæðavöru þarf hágæðahráefni. Jörth Abdom er búin til úr sérvalinni broddmjólk, en það er fyrsta mjólkin sem kýr gefur af sér eftir burð. Hún er einstaklega næringarrík og stútfull af ýmsum innihaldsefnum sem hafa góð áhrif á heilsu fólks.
Verslun
Eflir meltingu
Inniheldur sérvalda góðgerlablöndu sem byggir upp þarmaflóruna og eflir heilbrigði hennar.
Græðir meltingarveginn
Gerjuð broddmjólkin og sérvalin góðgerlablanda efla varnir líkamans með því að byggja upp þarmaflóruna og draga úr gegndræpi þarma.
Styrkir taugakerfið
Inniheldur gerjaða broddmjólk sem græðir og styrkir þarmaveggi og dregur úr líkum á auknu gegndræpi.
Styrkir ónæmiskerfið
Sérvaldir góðgerlar mynda taugaboðefni, hormón og framleiða stuttkeðju fitusýrur sem hafa jákvæð áhrif á heila og taugakerfi.
Í upphafi
Jörth varð til á sunnudagsmorgni. Sólin var rétt tekin gægjast inn um eldhúsgluggann hjá hjónunum Birnu G. Ásbjörnsdóttur og Guðmundi Ármanni Péturssyni þar sem þau sátu við morgunverðarborðið. Þar höfðu þau margoft áður setið og velt fyrir sér tengslum mataræðis og heilsu, skoðað alls konar bætiefni fyrir meltinguna en fannst alltaf eitthvað vanta. Það var þá sem hugmyndinni laust niður. Þau ákváðu að fylgja tilfinningunni, taka af skarið og gera þetta sjálf. Þar með stigu þau fyrsta skrefið í átt að betra lífi, bæði fyrir þau sjálf og aðra.