Heilbrigð þarmaflóra er ein af forsendunum góðrar heilsu og líðan, bæði líkamlegri og andlegri.

Abdom 1.0 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem eflir þarmaflóruna, bætir meltinguna og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn. Abdom inniheldur einstaka, sérhannaða blöndu af 19 míkróhjúpuðum góðgerlum og gerjaðri íslenskri broddmjólk.

Í hverjum skammti af Abdom 1.0 eru 50 milljarðar míkróhjúpaðra góðgerla (CFU), sem gerir það að einu öflugasta bætiefni sem völ er á. Auk þess tryggir míkróhjúpun gerlanna að sérhæfð virkni hvers og eins nýtist á staðbundinn hátt í meltingarveginum.

Þessari einstöku blöndu 19 míkróhjúpaðra góðgerla er blandað saman við frostþurrkaða gerjaða broddmjólk sem er stútfull af mikilvægum efnum sem hafa græðandi áhrif á meltingarveginn.

Í upphafi er broddmjólkin gerilsneydd við lægsta mögulega hitastig til að varðveita eiginleika hennar sem best, áður en sérhannaðri gerlablöndu er bætt saman við hana og látið gerjast. Að því ferli loknu er hún frostþurrkuð til að engir eiginleikar og næringarefni tapist. Þannig tryggjum við hámarksvirkni vörunnar við að efla þarmaflóruna, bæta meltingu og græða meltingarveginn.

Abdom 1.0 inniheldur aðeins náttúruleg hráefni. Engar erfðabreytingar, soja, sýklalyf, fylliefni eða aukaefni.

Hver eining af Abdom 1.0 inniheldur 60 hylki.

Leyfðu náttúrunni að græða þig.

Kaupa Abdom

Hvað er broddmjólk?

Broddmjólk (e. colostrum) er næringarríkasta afurð spendýrs. Broddmjólk er ofurfæða, enda það fyrsta sem ungviðið fær eftir að það kemur í heiminn.

Broddmjólk ver nýfædd afkvæmi fyrir sýkingum og sjúkdómum því hún inniheldur ýmist önnur eða hærra hlutfall ákveðinna verndandi efna en venjuleg mjólk, t.d. ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II.

Hvað eru góðgerlar?

Góðgerlar (e. probiotics) eru lifandi örverur sem hafa lífeðlisfræðileg áhrif sem geta eflt þarmalóruna, bætt meltingu og dregið úr ýmsum óþægindum. Þessar örverur efla heilsu okkar þegar þær eru teknar inn í hæfilegu magni, samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Rannsóknir hafa sýnt að það er öruggt að taka inn góðgerla og þolist vel. En rannsóknir hafa líka leitt í ljós að gerlar lifa misjafnlega vel af ferðalagið í gegnum meltingarveginn. Samsetning Abdom bætiefnisins, ásamt vandlegri míkróhjúpun (e. microencapsulation), tryggir að gerlarnir og aðrir heilsueflandi þættir komist lifandi alla leið niður í meltingarveginn. Þetta er gríðarlega mikilvægt, því vel heppnað ferðlag gerlanna er forsenda þess að þitt ferðalag geti hafist.

Hvað gerir Abdom 1.0 fyrir þig?

Inniheldur þætti sem rannsóknir sýna að styrkja þarmaveggi og millifrumutengingar og stuðla að heilbrigðu gegndræpi þarma. Rannsóknir sýna að heilbrigt gegndræpi þarma dregur úr líkum á að bólgumyndandi þættir eins og fitufjölsykrur (LPS) og skaðlegar örverur komist frá meltingarvegi út í líkamann.

Sérvalin blanda góðgerla byggir upp þarmaflóruna. Sýrð broddmjólkin inniheldur mjög lítið magn laktósa og hentar því flestum til inntöku, einnig þeim sem eru viðkvæmir fyrir laktósa.  Inntaka á Abdom getur dregið úr óþolum þar sem góðgerlarnir efla heilbrigði þarmaflórunnar. Rannsóknir sýna að heilbrigð þarmaflóra kemur í veg fyrir óþægindi í meltingarvegi, dregur úr vindgangi, uppþembu og kemur reglu á hægðir. Heilbrigð þarmaflóra eykur frásog og nýtingu næringarefna í meltingarvegi og dregur úr líkum á fæðuóþoli. Öflug þarmaflóra eflir framleiðslu á B vítamínum og K vítamíni en það síðar nefnda hefur jákvæð áhrif á nýtingu kalks úr fæðunni.

Inniheldur sérvalda góðgerla sem samkvæmt rannsóknum hafa jákvæð áhrif á heila og taugakerfið. Góðgerlarnir auka meðal annars nýmyndun á ýmsum taugaboðefnum og vellíðunarhormónum, svo sem GABA, serotóníni, dópamíni, noradrenalíni, melatóníni, acetýlkólíni og oxitócýni.

Inniheldur fjöldann allan af mikilvægum næringarefnum á borð við kolvetni, prótín og fitu ásamt vítamínum, steinefnum, ensímum og aminósýrum. Abdom inniheldur mikilvægar fitusýrur, fituleysanleg vitamín, vatnsleysanleg vitamín, fásykrur, örverueyðandi efni ásamt ýmsum ónæmis- og vaxtaþáttum sem rannsóknir hafa sýnt að efla heilsu.

Inniheldur ýmsa þætti úr broddmjólk og sérvalda góðgerla sem rannsóknir sýna að efla varnir líkamans. Ákveðnir góðgerlar í blöndunni stuðla að aukinni framleiðslu á stuttkeðju fitusýrum sem meðal annars verja og næra frumurnar í þörmunum.

Gerlar í Abdom 1.0
Microencapsulated probiotic blend: CFU*

Bifidobocterium adolescentis: 4 billion
Bifidobocterium bifidum: 2 billion
Bifidobocterium breve: 2 billion
Bifidobacterium infantis: 2 billion
Bifidobocterium lactis: 4 billion
Bifidobacterium longum: 4 billion
Enterococcus faecium: 1 billion
Lacticaseibacillus casel: 2 billion
Lacticaseibacillus paracasei subsp. paracasei: 1 billion
Lacticoseibacillus rhamnosus: 4 billion
Lactiplantibacillus plantarum: 4 billion
Lactobacillus acidophilus: 4 billion
Lactobacillus delbrueckil subsp. bulgaricus: 4 billion
Lactobacillus helveticus: 4 billion
Lactococcus lactis subsp. lactis: 1 billion
Levilactobacillus brevis: 2 billion
Ligilactobacillus salivarius: 2 billion
Saccharomyces boulardii: 1 billion
Streptococcus thermophilus: 2 billion

Total CFU: 50 billion
*colony forming units
Rannsóknir á vegum Jörth

Rannsóknir á hráefni, þ.e. broddmjólk hafa verið framkvæmdar á MIBRC rannsóknarsetri við MassGeneral Hospital, Harvard Medical School.

Klínísk íhlutunarrannsókn fer nú fram á einstaklingum á aldrinum 50-70 ára þar sem þátttakendur taka inn gerjaða broddmjólk eða fæðubótarefnið Abdom. Þar eru áhrif efnanna á þarmaflóru, gegndræpi þarma, bólguþætti og fleiri heilsufarsþætti skoðuð. Rannsóknin er hluti af SYMBIOSIS öndvegisrannsókn við Háskóla Íslands.

Míkróhjúpun og ferðalag gerlanna um meltingarveginn

Míkróhjúpun (e. microencapsulation) gegnir mikilvægu hlutverki við að vernda góðgerlana á leið sinni gegnum meltingarveginn og niður í þarmana. Rannsóknir sýna að míkróhjúpun verndar gerlana gegn magasýrum, ensímum og gallsýrum en tilgangur þeirra er að brjóta niður það sem á vegi þeirra verður.

Með míkróhjúpun er þannig hægt að stýra því hvar og hvenær losun gerlanna á sér stað eftir inntöku. Virkni gerlanna í þörmunum er háð því að nægilega margir gerlar komist lifandi niður í þarmana og að þeir séu í góðu ástandi til að hefja þar störf. Með míkróhjúpun gerlanna er virkni þeirra hámkörkuð í meltingaveginum sjálfum, en einnig utan hans þar sem lífeðlislfræðileg áhrif góðgerlanna hafa áhrif á hormón, efnaskipti, ónæmis- og taugakerfi og geðheilsu.

Umbúðir

Jörth er þar sem náttúran og vísindin mætast. Við störfum með sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum áherslu á að allir þættir í starfsemi okkar séu umhverfisvænir.

Við gerum ríkar kröfur til okkar sem og til okkar samstarfsaðila í umhverfismálum. Við notum umbúðir sem eru endurvinnanlegar og lágmörkum umhverfisspor okkar. Glös eru margnota og endurvinnanleg. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kaupa glas aðeins einu sinni og að panta svo áfyllingu.

Áfyllingar koma í einföldum, léttum og umhverfisvænum umbúðum sem eru endurvinnanlegar.

Með því að margnota glösin frá okkur geymir þú bætiefnin þín við bestu mögulegu skilyrði.

Abdom er án eftirtalinna ofnæmisvalda og aukaefna sem skilgreind eru af Matvæla- og öryggisstofnun Evrópu (EFSA).

Spurt og Svarað

Hvernig er best að taka Abdom bætiefnið inn?

Það er best að taka inn tvö hylki að morgni, hvort heldur á fastandi maga eða með mat. Hylkin er einnig hægt að taka inn hvenær sem er dagsins, með mat eða á tóman maga. Gott er að drekka eitt glas af vatni með. Hylkin er hægt að opna og blanda innihaldi í drykk eða mat.

Hvers vegna ætti ég að taka Abdom ef ég er ekki með meltingarvandamál?

Rannsóknir sýna okkur að heilbrigður meltingarvegur og öflug melting er forsenda fyrir vellíðan og góðri heilsu og er förvörn gegn ýmsum sjúkdómum. Öflug og góð melting hefur áhrif á orku, einbeitingu og almenna vellíðan. Abdom eflir þarmaflóruna sem er einn mikilvægasti þátturinn í að halda okkur hraustum því hún er stór hluti ónæmiskerfisins. Þarmaflóran gefur okkur ýmsa þætti sem hafa áhrif á taugakerfið okkar og andlega líðan. Við eigum því að hlúa að meltinunni okkar og þarmalórunni bæði til að fyrirbyggja ýmis vandamál (bæði í meltingarvegi og utan hans) og til að viðhalda heilbrigði. Abdom 1.0 eflir og bætir meltingu.

Hvað þarf ég að taka Abdom lengi til að finna mun á meltingunni?

Það er mjög einstaklingsbundið og fer alveg eftir því í hvaða ástandi meltingarvegurinn er þegar þú byrjar að nota Abdom. Sumir finna strax mun á meltingunni, s.s. minni vindgang, minni uppþembu, meiri reglu á hægðum o.s.frv. Aðrir finna mun eftir nokkra daga eða jafnvel nokkrar vikur. Í sumum tilfellum eykst vindgangur til að byrja með en það gengur hratt yfir og bendir gjarnan til þess að það sé ójafnvægi á þarmaflórunni, þ.e. of mikið af slæmum örverum sem eru að hreinsast út.

Má ég taka inn Abdom ef ég er á lyfjum?

Abdom eflir þarmaflóruna sem er yfirleitt kostur ef þú ert að taka inn lyf. Ef þú ert að taka inn sýklalyf er sérstakega mikilvægt að taka Abdom daglega meðfram eða nota samhliða lyfjagjöf og einnig eftir að lyfjagjöf er lokið. Það er æskilegt að taka bætiefnið á öðrum tíma dags en sýklalyfin til að hámarka virkni beggja. Best er að láta líða um tvo tíma frá inntöku Abdom þar til næsti skammtur af sýklalyfjum er tekinn inn. Ef þú ert á ónæmisbælandi lyfjum eða í krabbameinsmeðferð er miklvægt að ráðfæra sig við lækni þar sem Abdom inniheldur verulegt magn af lifandi gerlum.

Má ég taka inn Abdom ef ég er þunguð eða með barn á brjósti?

Já, Abdom er frábært bætiefni til að styrkja þarmaflóru móður á meðgöngu. Rannsóknir sýna að góðgerlar ferðast frá þörmum móður yfir í brjóstamólkina. Þannig fær ungviðið auka skammt af góðgerlum til að efla sína eigin þarmaflóru. Fyrstu 1000 dagarnir eru mikilvægasti tími í lífi barnsins til að byggja upp öfluga þarmaflóru. Rannsóknir sýna að heilbrigð þarmaflóra barns hefur áhrif á þroskun ónæmiskerfis og taugakerfis. Það er því afar mikilvægt að huga að næringu barns á þessum tíma. Abdom kemur einnig reglu á meltingu móður svo það má segja að þetta sé „tveir fyrir einn“.

Hvernig er best að geyma Abdom?

Besti staðurinn er þar sem þú manst eftir að taka bætiefnið inn á hverjum degi. Fyrir suma er það í eldhúsinu en öðrum hentar að hafa glasið á baðherberginu eða á náttborðinu og taka skammtinn inn um leið og farið er á fætur. Glösin eru sérstaklega hönnuð til að varðveita gæði vörunnar sem lengst, lágmarka ljós og hita og hámarka ákveðna geisla sem lengja líftíma vörunnar. Ekki þarf að geyma Abdom í kæli.

ATHUGIÐ að geyma aldrei bætiefni þar sem börn ná eða sjá til.

Hvernig er broddmjólkinni safnað og fær kálfurinn nóg?

Þegar kýrin ber framleiðir hún broddmjólk handa kálfinum. Við söfnum broddmjólk mjólkurkúa, en kú framleiðir mun meira magn en kálfurinn getur nýtt. Eftir að kálfurinn hefur fengið það sem hann þarf þá söfnum við restinni sem hingað til hefur að mestu verið fargað (nema því litla sem nýtt hefur verið til að búa til ábrystir). Þannig erum við að draga úr „matarsóun“ og mengun og skapa verðmæti í staðinn.

Er hægt að kaupa áfyllingu?

Já. Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd og þess vegna bjóðum við upp á áfyllingar í umhverfisvænum umbúðum. Hægt er að gerast áskrifandi og fá áfyllingu senda heim reglulega. Við leggjum áherslu á að þú eigir glasið sem Abdom kemur í og nýtir það fyrir áfyllingarnar. Með því að nota glösin sem varan kemur í fyrir áfyllingarnar hámörkum við gæði bætiefnanna og gætum að umhverfissjónarmiðum.

Eru til fleiri bætiefni frá Jörth?

Vörulína Jörth mun stækka ört og á næstu misserum munum við kynna til sögunnar ný og spennandi bætiefni. Fylgstu með, skráðu þig á póstlistann og fylgdu okkur á samfélagsmiðlum.

Kæri viðskiptavinur,

Við hjá Jörth leggjum mikla áherslu á að veita þér bestu mögulegu þjónustu og upplifun. Við erum þakklát fyrir traustið sem þú, sem viðskiptavinur, hefur sýnt okkur og við myndum kunna mjög vel að meta ef þú gætir tekið stund og deilt reynslu þinni með öðrum.

Þínar umsagnir eru verðmætar fyrir okkur, ekki aðeins til að bæta þjónustu okkar, heldur einnig til að hjálpa öðrum viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun.

Ef þú hefur nokkrar mínútur til aflögu, vinsamlegast smellið á eftirfarandi tengil til að skrifa umsögn á Google um upplifun þína á Jörth

Við þökkum þér fyrirfram fyrir tímann og umsögnina.

Með bestu kveðju,

Birna og Jörth teymið