Go with your gut

Ég hef í tæpa tvo áratugi byggt upp sérþekkingu á þarmaflórunn og á tengslum hennar við heilsu bæði andlega og líkamlega.  Á þeirri vegferð hef ég stundað rannsóknir og nám við háskóla hérlendis og erlendis. 

Á þessum tíma hef ég verið með fyrirlestra, fræðslu og persónulega ráðgjöf.  Endurgjöfin sem ég fæ í gegnum þau samskipti er eitt af því sem viðheldur ástríðu minni fyrir þarmaflórunni. 

Vörur Jörth hafa fótfestu í vísindum og ég legg mikla áherslu á fræðslu.  Á þessari síðu er að finna greinar sem ég hef skrifað um þarmaflóruna og meltingarveginn út frá ýmsum sjónarhornum. 

Ég vona að þessar greinar og annar fróðleikur á vegum Jörth verði þér stuðningur á þinni vegferð til enn betri heilsu og lífsgæða. 

Go with your gut,

Þarmaflóran

Þarmaflóran gegnir lykilhlutverki í mannslíkamanum. Hún samanstendur af örverum og framleiðir meðal annars orku, amínósýrur, B- og K-vítamín og stuttkeðju fitusýrur. Einnig hjálpar hún við upptöku á vítamínum og steinefnum, þjálfar ónæmiskerfið og styður við það með því að keppa við sýkla um pláss. Þarmaflóran vegur um það bil jafn mikið og heilinn og rannsóknir hafa leitt í ljós að þarmaflóran er jafn mikilvægt heilbrigðri líkamsstarfsemi og hvert annað líffæri.

Lesa meira beige arrow button

Góðgerlar

Góðgerlar (e. probiotics) eru örverur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu manna með því að bæta og efla þarmaflóruna. Þessar örverur efla heilsu okkar þegar þær eru teknar inn í hæfilegu magni samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO). Rannsóknum á góðgerlum hefur fjölgað gríðarlega undanfarna áratugi. Um síðustu aldamót voru nokkur hundruð ritrýndar greinar útgefnar um efnið en nú eru þær taldar í tugum þúsunda.

Lesa meira beige arrow button

Gerlafæði

Gerlafæði (e. prebiotics) er skilgreint sem gerjanlegt innihaldsefni í ákveðnum fæðutegundum eða fæðubótarefnum. Það gagnast meltingarfærum okkar og eflir almenna heilsu því það stuðlar að ákveðnum breytingum á samsetningu og/eða virkni þarmaflórunnar. Gerlafæði samanstendur að mestu af fjölsykrum án sterkju og fásykrum, en við hvorki brjótum þessi efni niður né frásogum, nema að hluta til.

Lesa meira beige arrow button

Samskipti þarma og heila

Þarma-heila ás (e. gut-brain axis) er hugtak sem notað er yfir samskipti þarma, heila og taugakerfis, en þessi líffæri eru tengd á marga mismunandi vegu, bæði líffræðilega og lífefnafræðilega. Við verðum vör við þessa tengingu þegar við fáum fiðring í magann af tilhlökkun eða hnút í magann þegar við kvíðum fyrir einhverju. Rannsóknir sýna að heilinn hefur áhrif á heilbrigði þarmanna og að þarmarnir ásamt þarmaflórunni geta sömuleiðis haft áhrif á heilbrigði heilans og geðheilsu okkar.

Lesa meira beige arrow button

Gegndræpi þarmana

Gegndræpi þarma er hugtak sem lýsir hvernig flutningi á ýmsum þáttum úr meltingarvegi út í líkamann er stýrt. Þarmarnir frásoga næringarefni en á sama tíma koma þeir í veg fyrir að skaðleg efni berist úr þörmunum og út í líkamann. Í heilbrigðum þörmum geta litlar agnir komist í gegnum millifrumutengi sem geta gliðnað og haldist opin við ákveðin skilyrði en þetta ferli er eðlilegt og veldur ekki vandamálum í flestum tilfellum.

Lesa meira beige arrow button