Dagskrá
Kvöld 1 – Næring og lífsflóran (Smiðshús, Eyrarbakka)
- Fordrykkur og stutt kynning
- Núvitund í náttúrunni
- Fræðsla: Næringin, lífsflóran og heilsan – nýjustu rannsóknir
- Máltíð: Léttur matur og spjall um líkamlega og andlega heilsu
- Verkfæri: Matslistar til að meta eigin líðan og markmiðasetning
- Lokun: Slökun með náttúruhljóðum
Kvöld 2 – Mat á stöðu og framtíðarplan (Zoom)
- Staða lífsflórunnar: Árangur, hugleiðingar og ný markmið
- Næstu skref og langtímaplan
Næring, náttúra og núvitund – leiðir til að koma jafnvægi á lífsflóruna
Námskeiðið hefst á heimili Birnu í fallegu umhverfi við sjóinn á Eyrarbakka þar sem línurnar eru lagðar. Seinna kvöldið er haldið á Zoom þar sem farið er yfir stöðuna og ný markmið sett. Þátttakendur fá aðgang að lokuðu svæði þær fjórar vikur sem námskeiðið stendur og á því svæði er frekari upplýsingar og fróðleik að finna.
Um námskeiðið:
Þetta einstaka námskeið byggir á samspili næringarlæknisfræði, náttúruupplifunar og andlegrar líðanar, þar sem áhersla er lögð á heildræna nálgun til að efla bæði líkama og sál. Þetta námskeið býður meðal annars upp á:
- Verkfæri til að meta sína eigin líðan (streitu, meltingarvandamál o.fl.)
- Fræðslu um tengsl næringar og heilsu
- Góð ráð fyrir langtíma heilsueflingu
- Leiðsögn til að setja markmið og vinna í eigin heilsu
- Hollan og næringarríkan mat í fallegu umhverfi
- Persónulega nálgun og stuðning við að bæta líðan
Fyrir hverja:
- Einstaklinga sem vilja efla heilsu sína á grunni vísindalegrar þekkingingar og læra heildrænar aðferðir til úrbóta
- Einstaklinga sem hafa áhuga á að njóta þess að borða góðan og næringarríkan mat. Hafa áhuga á að vera í fallegu og nærandi umhverfi um leið og þeir skoða heilsu sína út frá mismunandi hliðum
ATH! Takmarkaður fjöldi – persónuleg nálgun/upplifun
Næsta námskeið hefst þann 16. janúar 2025 (Eyrarbakka) og er loka samvera þann 13. febrúar (Zoom). Námskeiðið er milli kl. 18 og 21 bæði kvöldin.
Vilt þú gefa gjöf sem nærir og gleður. Við getum sent þér gjafabréf. Ef þú sendir okkur póst á jorth@jorth.is og gefur okkur upp nafn þess sem þú vilt gleðja sendum við þér fallegt gjafabréf með þátttöku á námskeiðinu.