Samfélagsleg ábyrgð

Jörth leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi.  

Lögð er áhersla á velferð dýra þegar valdir eru samstarfsaðilar til hráefnisöflunar á broddmjólk mjólkurkúa. Lögð er mikil áhersla á hreinleika vörunnar (broddmjólkurinnar) og litið til þess á hvaða grunni hvert bú er rekið.  Það er ávallt tryggt að kálfur fær alla þá broddmjólk sem hann þarf.  Sú broddmjólk sem Jörth nýtir er það magn sem annars færi til spillis. Bætt nýting hráefnis og nýjar leiðir við nýtingu hráefnis er mikilvægur þáttur í starfsemi Jörth.   

Við val á samstarfsaðilum er horft til stefnu fyrirtækis, samfélagsábyrgðar, gæða og þeirra vottana sem viðkomandi aðili hefur á sínu sérsviði. Umbúðir Jörth eru úr bestu fáanlegu hráefnum er varðar hreinleika, uppruna og endurnýtingu/endurvinnslu. 

Við leggjum áherslu á uppruna og hreinleika í allri okkar starfsemi og gætum sanngirni.

Samfélagsmálum leggjum við lið, því leiðarljós okkar er sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.