Í upphafi

Jörth varð til á sunnudagsmorgni. Sólin var rétt tekin gægjast inn um eldhúsgluggann hjá hjónunum Birnu G. Ásbjörnsdóttur og Guðmundi Ármanni Péturssyni þar sem þau sátu við morgunverðarborðið. Þar höfðu þau margoft áður setið og velt fyrir sér tengslum mataræðis og heilsu, skoðað alls konar bætiefni fyrir meltinguna en fannst alltaf eitthvað vanta. Það var þá sem hugmyndinni laust niður. Þau ákváðu að fylgja tilfinningunni, taka af skarið og gera þetta sjálf. Þar með stigu þau fyrsta skrefið í átt að betra lífi, bæði fyrir þau sjálf og aðra.

En Jörth spratt ekki úr engu. Birna er M.Sc. í næringarlæknisfræði, doktor í heilbrigðisvísindum og margreyndur fyrirlesari og ráðgjafi um næringu og mataræði. Guðmundur er M.Sc. í umhverfisfræðum, rekstrarfræðingur og menntaður í lífelfdum / lífrænum landbúnaði. Þekking þeirra og persónulegur bakgrunnur, sameiginlegur áhugi á náttúrunni og síðast en ekki síst löngun þeirra til að láta gott af sér leiða myndar jarðveginn sem Jörth spratt úr. Þar sem náttúran og vísindin mætast.

Markmið Jörth

Jörth var stofnuð með það markmið að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Það er okkar tilgangur. Við búum til hágæðabætiefni úr náttúrulegum hráefnum sem græða þig innan frá, eitt skref í einu. Því betri flóra hefur áhrif á svo miklu meira en bara meltinguna. Hún er grunnurinn að góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.

Samfélagsleg ábyrgð

Jörth leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi.  

Lögð er áhersla á velferð dýra þegar valdir eru samstarfsaðilar til hráefnisöflunar á broddmjólk mjólkurkúa. Lögð er mikil áhersla á hreinleika vörunnar (broddmjólkurinnar) og litið til þess á hvaða grunni hvert bú er rekið.  Það er ávallt tryggt að kálfur fær alla þá broddmjólk sem hann þarf.  Sú broddmjólk sem Jörth nýtir er það magn sem annars færi til spillis. Bætt nýting hráefnis og nýjar leiðir við nýtingu hráefnis er mikilvægur þáttur í starfsemi Jörth.   

Við val á samstarfsaðilum er horft til stefnu fyrirtækis, samfélagsábyrgðar, gæða og þeirra vottana sem viðkomandi aðili hefur á sínu sérsviði. Umbúðir Jörth eru úr bestu fáanlegu hráefnum er varðar hreinleika, uppruna og endurnýtingu/endurvinnslu. 

Við leggjum áherslu á uppruna og hreinleika í allri okkar starfsemi og gætum sanngirni.

Samfélagsmálum leggjum við lið, því leiðarljós okkar er sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.

 

Samstarfs- og styrktaraðilar

Kæri viðskiptavinur,

Við hjá Jörth leggjum mikla áherslu á að veita þér bestu mögulegu þjónustu og upplifun. Við erum þakklát fyrir traustið sem þú, sem viðskiptavinur, hefur sýnt okkur og við myndum kunna mjög vel að meta ef þú gætir tekið stund og deilt reynslu þinni með öðrum.

Þínar umsagnir eru verðmætar fyrir okkur, ekki aðeins til að bæta þjónustu okkar, heldur einnig til að hjálpa öðrum viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun.

Ef þú hefur nokkrar mínútur til aflögu, vinsamlegast smellið á eftirfarandi tengil til að skrifa umsögn á Google um upplifun þína á Jörth

Við þökkum þér fyrirfram fyrir tímann og umsögnina.

Með bestu kveðju,

Birna og Jörth teymið