Birna
Birna G. Ásbjörnsdóttir er annar stofnenda Jörth. Hún er doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey háskóla. Auk þess hefur hún lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.
Birna er gestarannsakandi við Harvard-háskólasjúkrahúsið, þar sem hún hefur rannsakað íslenska broddmjólk mjólkurkúa og áhrif hennar á meltingarveginn, á ónæmis- og taugakerfið og á geðheilsu.
Við Surrey háskóla vann Birna kerfisbundna yfirlitsrannsókn sem náði til 65 þúsund manns og mat áhrif góðgerla gegn sýkingum og smitsjúkdómum í börnum og fullorðnum.
Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi.
Birna var brautryðjandi í opinberri umræðu um þarmaflóruna á Íslandi og er óþreytandi í þeirri umræðu um áhrif heilbrigðrar þarmaflóru á heilsu og líðan.
Á löngum ferli sínum sem ráðgjafi og fyrirlesari hefur Birna verið í nánum tengslum við fólk á sinni vegferð að bættri heilsu.
Náin tengsl Birnu við vegferð fólks að bættri heilsu, rannsóknir og menntun hennar eru grunnur að yfirgripsmikilli sérþekkingu á meltingarveginum og þarmaflórunni.
Við þróun á vörum Jörth nýtur Birna ráðgjafar færustu sérfræðinga úr vísindasamfélaginu.
Allir í vísindateymi Jörth brenna fyrir því sama og Birna, að hjálpa þér að bæta þína heilsu og þín lífsgæði með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna.
Betri flóra hefur áhrif á svo miklu meira en bara meltinguna. Hún er grunnurinn að góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.
Rannsóknir
Á löngum ferli sínum hefur Birna gert ótalmargar rannsóknir á áhrifum góðgerla og gerlafæðu á heilsuna, bæði hérlendis og erlendis.
Rannsóknir Birnu við Háskóla Íslands og Landspítala (BUGL) eru eftirfarandi:
Mataræði, þarmaflóra og geðheilbrigði barna og unglinga eða MMM er langtíma tilfella-viðmiða athugunarrannsókn. Þar er verið að skoða samspil mataræðis og meltingarflóru og áhrif á geðheilsu barna og unglinga sem eru á biðlista Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) og bera saman við systkini þeirra og viðmiðunarhóp barna á sama aldri.
SYMBIOSIS – áhrif örvera á heilsu. Íhlutunarrannsókn á áhrifum gerjaðra matvæla og Abdom 1.0 bætiefnisins á meltingarflóru og heilsufarsþætti. Þátttakendur eru fullorðnir einstaklingar á aldrinum 50-70 ára sem ekki hafa mikla reynslu af gerð eða neyslu gerjaðra matvæla.
Rannsóknir Birnu á MIBRC setrinu við Harvard-háskólasjúkrahús:
Microibota-gut-brain axis og zonulin-bundið gegndræpi þarma. Markmið rannsóknar er að skoða áhrif þessara tveggja þátta í tengslum við ónæmis- og taugakerfi og heila ásamt geðheilsu. Einnig að meta áhrif ýmissa næringarefna (s.s. broddjólkur) á heilsu, þar með talið meltingarflóru og zonulin-bundið gegndræpi þarma.
Aðrar rannsóknir:
Zonulin-Dependent Intestinal Permeability in Children diagnosed with Mental Disorders: a systematic review and meta-analysis er kerfisbundin yfirlitsrannsókn og meta-analýsa. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman athugunarrannsóknir er varða aukið gegndræpi þarma og afmarka leitina við eðlislæga lífmarka (e. intrinsic biomarkers) og inneitur/eiturefni frá sýklum (e. endotoxins) í börnum og unglingum sem hafa verð greind með geðraskanir.
Does the use of prebiotics, probiotics, and synbiotics prevent or treat communicable diseases in the children and adult population: a systematic review (overview) of systematic reviews. Kerfisbundin yfirlistrannsókn sem nær til 65 þúsund manns og metur m.a. áhrif mjólkursýrugerla gegn sýkingum í börnum og fullorðnum.