Dagskrá

Kvöld 1 – Næring og lífsflóran (Smiðshús, Eyrarbakka)

  • Fordrykkur og stutt kynning
  • Núvitund í náttúrunni
  • Fræðsla: Næringin, lífsflóran og heilsan – nýjustu rannsóknir
  • Máltíð: Léttur matur og spjall um líkamlega og andlega heilsu
  • Verkfæri: Matslistar til að meta eigin líðan og markmiðasetning
  • Lokun: Slökun með náttúruhljóðum

Kvöld 2 – Mat á stöðu og framtíðarplan (Zoom)

  • Staða lífsflórunnar: Árangur, hugleiðingar og ný markmið
  • Næstu skref og langtímaplan

Næring, náttúra og núvitund – leiðir til að koma jafnvægi á lífsflóruna

Námskeiðið hefst á heimili Birnu í fallegu umhverfi við sjóinn á Eyrarbakka þar sem línurnar eru lagðar. Seinna kvöldið er haldið á Zoom þar sem farið er yfir stöðuna og ný markmið sett. Þátttakendur fá aðgang að lokuðu svæði þær fjórar vikur sem námskeiðið stendur og á því svæði er frekari upplýsingar og fróðleik að finna.

Um námskeiðið:
Þetta einstaka námskeið byggir á samspili næringarlæknisfræði, náttúruupplifunar og andlegrar líðanar, þar sem áhersla er lögð á heildræna nálgun til að efla bæði líkama og sál. Þetta námskeið býður meðal annars upp á:

  • Verkfæri til að meta sína eigin líðan (streitu, meltingarvandamál o.fl.)
  • Fræðslu um tengsl næringar og heilsu
  • Góð ráð fyrir langtíma heilsueflingu
  • Leiðsögn til að setja markmið og vinna í eigin heilsu
  • Hollan og næringarríkan mat í fallegu umhverfi
  • Persónulega nálgun og stuðning við að bæta líðan

Fyrir hverja:

  • Einstaklinga sem vilja efla heilsu sína á grunni vísindalegrar þekkingar og læra heildrænar aðferðir til úrbóta
  • Einstaklinga sem hafa áhuga á að njóta þess að borða góðan og næringarríkan mat. Hafa áhuga á að vera í fallegu og nærandi umhverfi um leið og þeir skoða heilsu sína út frá mismunandi hliðum
Kaupa - 39.900 kr

ATH! Takmarkaður fjöldi – persónuleg nálgun/upplifun

Næstu námskeið:

Vilt þú að við látum þig vita þegar opnað verður fyrir skráningu á næsta námskeið?  Sendu okkur þá tölvupóst á jorth@jorth.is og við látum þig vita.