Velkomin í fróðleikshornið

Undirbúum líkama og sál fyrir jólahátíðina
- Með meiri ró, betri svefn og sterkari meltingu

Nóvember og desember eru mánuðir sem umvefja okkur með ljósi, hlýju og samveru. En þessum tíma getur líka fylgt aukið álag: fleiri viðburðir, breytt  rútína, aukin sykurneysla og neysla á söltum mat ásamt meira af áreiti almennt. Líkaminn okkar fer að vinna yfirvinnu – meltingarfærin þurfa að vinna úr nýjum áskorunum og hugurinn er sístarfandi. 

Við erum gjarnan dugleg að undirbúa heimilið fyrir jólin en gleymum að undirbúa það sem skiptir mestu máli, okkur sjálf.

Þess vegna vil ég minna þig á eftirfarandi:

  • Heilbrigð melting = betri orka
  • Betri svefn = meiri ró og þolinmæði
  • Meiri núvitund = minni streita

Jólahátíðin á ekki að þreyta á okkur.
Jólaháhátíðin á að næra okkur.

 

1. Heilbrigð melting = betri orka

Á þessum tíma borðum við gjarnan mat sem við erum ekki vön að borða reglulega, svo sem meira af sælgæti og söltum mat. Það er kannski ekkert óeðlilegt og fylgir þessum tíma. En meltingin getur brugðist við með uppþembu eða óþægindum sem geta leitt til aukinnar þreytu. Að styðja meltinguna meðvitað á þessum tíma getur gert gæfumuninn.

 

2. Betri svefn = meiri ró og þolinmæði

Þegar við erum stressuð sofum við gjarnan verr. Þegar við sofum verr eru meiri líkur á að við finnum meira fyrir streitu. Þetta getur því orðið að vítahring.

Að passa upp á að fá nægan svefn fyrir hátíðina hjálpar okkur að mæta fólkinu okkar með betri nærveru og meiri mildi.

 

3. Meiri núvitund = minni streita

Okkur hættir til að fara kannski aðeins fram úr okkur á þessum tíma árs. Á móti eigum við það líka til að leggjast í hýði, svo sem horfa meira á sjónvarp og bara hafa það náðugt uppi í sófa. En akkúrat núna er mikilvægt að að næra okkur vel, bæði líkamlega og andlega. *

  • Taktu 5 mínútur á dag til að hugleiða og tengja þig t.d. með því að huga að öndun.
  • Klæddu þig vel, farðu út í kuldann og andaðu að þér ferska loftinu.
  • Leitaðu í það sem gefur þér orku – ekki það sem rænir þig orku.

Þetta eru jólin þín – þú stýrir orkuflæðinu.

 

Nærum okkur innan frá

Við vonum að þessar litlu áminningar hjálpi þér að fara inn í jólamánuðinn með meiri ró og gleði. Þegar meltingin er í jafnvægi og svefninn er góður og svefngæðin betri og þannig verður allt annað auðveldara.

 

Hlýjar kveðjur,
Birna, stofnandi og eigandi Jörth

© Copyright 2023 | All rights reserved | Jörth ehf