Velkomin í fróðleikshornið

Broddmjólk er einstök næring
-

Broddmjólk er fyrsta form mjólkur sem framleidd er í mjólkurkirtlum spendýra, m.a. í mönnum, í kjölfar fæðingar. Flest spendýr byrja að framleiða broddmjólk stuttu áður en fæðing hefst. Broddmjólk inniheldur mótefni sem verja nýfætt afkvæmið fyrir sjúkdómum. Hjá nautgripum er broddmjólk framleidd í júgri fyrst eftir burð og uppfyllir þörf kálfsins fyrir mótefni. Broddmjólkin er framleidd fyrstu 24-96 klukkustundirnar, eða í allt að fyrstu sex mjöltum.

Í broddmjólk mjólkurkúa er fjöldi mikilvægra efna sem efla ónæmisvarnir kálfsins og má þar nefna sérstaklega ónæmisglóbúlín G (IgG). Samkvæmt rannsóknum hafa ýmsir þættir úr broddmjólk mjólkurkúa jákvæð áhrif á heilsu manna og geta því haft klíníska þýðingu í meðferð ýmissa sjúkdóma.

Broddmjólkin inniheldur hærra hlutfall ýmissa efna en kúamjólk, svo sem ónæmisglóbulín, bakteríueyðadi peptíð, hormón, vaxtarþætti, núkleótíð, steinefni, vítamín, fitu og ösku.

Gerðar hafa verið rannsóknir á broddmjólk í tilraunaglösum, dýrum og í mönnum. Rannsóknir sýna að bakteríueyðandi peptíð ásamt ónæmis- og vaxtaþáttum geta haft jákvæð áhrif á heilsu manna. Laktóferrín virðast hafa andoxunaráhrif og geta komið í veg fyrir bakteríusýkingar, veirusýkingar og ofvöxt sveppa í tilraunarannsóknum. Rannsóknir sýna einnig að laktóferrín getur haft eflandi áhrif á ónæmiskerfi manna. Broddmjólkin er uppfull af efnum sem rannsóknir sýna að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi. Í dag vitum við að heilbrigður meltingarvegur er grunnur að góðri heilsu. Orsök ýmissa sjúkdóma má rekja til ójafnvægis í meltingarvegi eða þarmaflórunni og frásog næringarefna veltur meðal annars á samsetningu þarmaflórunnar. Þarmaflóran hefur áhrif á heilsu okkar og heilbrigði, ekki eingöngu í meltingarveginum sjálfum.

Rannsóknum hefur fleygt fram á síðust árum sem sýna æ betur hversu mikilvægu hlutverki þarmaflóran gegnir, hvað varðar bæði líkamlega og andlega heilsu. Ef ójafnvægi myndast í flórunni getur það leitt til ýmissa kvilla, bæði í meltingarvegi og víðar í líkama. Ójafnvægi á samsetningu þarmaflóru getur haft áhrif á frumur í þörumunum og leitt til aukins gegndræpis. Aukið gegndræpi þarma eykur líkur á að ýmsir óæskilegir þættir komist frá meltingarvegi út í líkamann. Afleiðingar geta leitt til ýmissa einkenna og jafnvel langvinnra bólgusjúkdóma.

Broddmjólk er næringarrík fæða og sýna rannsóknir jákvæð heilsufarsleg áhrif og mögulega fyrirbyggjandi eiginleika gegn ýmsum sjúkdómum. Broddmjólk getur verkað fyrirbyggjandi gegn sýkingum, haft örverueyðandi áhrif og flýtt fyrir bata og hentar því vel sem fæðubótarefni.

 

 

 

 

 

© Copyright 2023 | All rights reserved | Jörth ehf