Velkomin í fróðleikshornið

Ebba Guðný Guðmundsdóttir
- Fyrirlesari, námskeiðshaldari, sjónvarpskona, kennari, rithöfundur, útgefandi og húsmóðir

Frásagnir / Immun 1.1

Ég hef fylgst með Birnu og því sem hún er að gera lengi og veit að frá henni kemur ekkert nema gæði. Þegar ég fór á kynningu hjá henni og prófaði í kjölfarið Immun, fann ég strax að þetta væri vara sem ég gæti treyst og hef ekki hætt að taka það inn síðan.

Áður en ég bætti Immun inn í mína daglegu rútínu glímdi ég við járnleysi og hef alltaf verið viðkvæm í maga. Eftir að ég byrjaði að taka Immun hefur járnið mitt hækkað og þar með orkan. Járn er svo ótrúlega mikilvægt – þegar maður er járnlítill er maður stöðugt þreyttur og orkulaus.

Ég vel Immun fram yfir önnur bætiefni af því að það inniheldur meðal annars lactoferrín, sem er fjölvirkt prótein sem bindur járn og hamlar vexti baktería sem þurfa járn til að lifa. Það er þekkt fyrir að hafa bæði bólgueyðandi og sýklaverjandi áhrif sem styrkja ónæmiskerfið. Einnig er í Immun að finna ovótransferrín, prótein úr eggjahvítu sem vinnur á svipaðan hátt – það bindur járn og hamlar vexti sýkla, auk þess að hafa áhrif á bólgusvör líkamans. Ég er virkilega þakklát fyrir þetta frábæra bætiefni og mæli sérstaklega með því fyrir þá sem glíma við járnskort – mér hefur reynst vel að taka það samhliða Floravital eða amínójárni.

Til þess að rækta bæði líkama og sál hreyfi ég mig flesta daga – blanda saman gönguferðum, teygjum og lyftingum – og legg áherslu á hreina og holla fæðu. Ég elda nær alla daga og hef gaman af því, enda orðin nokkuð vön eftir mörg ár. Þannig sparast peningur og ég hef fulla stjórn á hráefnunum. Ég reyni líka að hugsa jákvætt og forgangsraða því sem skiptir mig mestu máli – fjölskyldunni minni.

Það sem hvetur mig áfram er einfalt: Það er dásamlegt að líða vel í eigin líkama, finna fyrir orku og úthaldi yfir daginn. Ég skipulegg hreyfingu vikunnar lauslega – til dæmis lyfti ég á þriðjudögum og fimmtudögum – og passa upp á að eiga alltaf eitthvað hollt til að grípa í. Ég reyni að sofa nóg og þakka fyrir það góða sem ég á hverju sinni.

Ef ég mætti gefa einhver ráð til þeirra sem eru að hefja sína heilsuvegferð, þá væri það þetta: sýndu sjálfri/sjálfum þér mildi. Það tekur tíma að breyta venjum, en hvert skref í átt að bættri heilsu er dýrmætt. Það er ekki raunhæft að ætlast til þess að borða alltaf hollt eða sleppa aldrei æfingu – betra að flæða með lífinu og sleppa öllu of miklu regluverki. Kaupa hollari mat og byrja að elda. Fara í 10 mínútna göngutúr. Byrja smátt – og sjá hvernig líðanin breytist. Ekkert stress. Að að lokum: minnka símanotkun og lesa bók í rúminu – það gerir kraftaverk.

 

© Copyright 2023 | All rights reserved | Jörth ehf