Velkomin í fróðleikshornið

Júlía Magnúsdóttir
- Heilsumarkþjálfi, næringar- og lífstíllsráðgjafi, heilsukokkur, stofnandi Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun.

Júlía hjá Lifðu til fulls hefur hjálpað konum síðan 2012 að auka orkuna, tækla sykurþörfina og finna sátt í eigin skinni, með netnámskeiðum og einkastuðning sem leggja upp úr varanlegri lífsstílsbreytingu í stað skyndikúra.

Frásagnir / Abdom 1.0

Ég lifi og hrærist í öllu sem snýr að heilsunni, enda menntuð og starfa við að hjálpa öðrum konum að bæta heilsuna og skapa sér heilbrigðan lífsstíl. Minn helsti hvati við að hugsa vel um líkama og sál er að finna þá vellíðan sem það gefur mér.

Mín áhersla þegar kemur að heilsunni er m.a. að læra að hlusta á líkamann og hvers líkaminn þarfnast í núinu og þetta hefur verið lykilatriði fyrir mig til að lifa heilsusamlegu lífi, að hlusta eftir þörfum og löngunum líkamans og mæta þeim á heilbrigðan hátt.

Suma daga eða jafnvel yfir lengri tímabil í lífinu mun ég hreyfa mig öðruvísi eða taka því meira rólegra á meðan á öðrum tímum mun ég stunda ákafari æfingar. Allt eftir því hvað líkaminn er að kalla eftir hverju sinni. Það sem tengist þessu er þá að virða líka það sem þú þarft og ekki láta leiðast af því sem fjölmiðar eða aðrir í kringum okkur segja að við “þurfum” að gera. Það er gríðarlegur leyndardómur í því að læra að hlusta á eigin líkama.

 

Ég hef ávallt lagt áherslu á góða meltingargerla hjá mér sjálfri þar sem ég glímdi við iðruólgu sem barn. Ég heillaðist því af Abdom gerlunum þar sem ég sá að framleiðslan væri íslensk og að notuð væri broddamjólk sem ég hafði heyrt svo margt gott um. Einnig er ég mjög vandlát þegar kemur að gerlum og finn ekki mun á mér á sumum tegundum og vel því ávallt gerla sem eru sterkir. Abdom er því klárlega orðið merki sem ég leita til fyrir kraftmikla gerla sem skila árangri.

 

Júlía hjá Lifðu til fulls hefur hjálpað konum síðan 2012 að auka orkuna, tækla sykurþörfina og finna sátt í eigin skinni, með netnámskeiðum og einkastuðning sem leggja upp úr varanlegri lífsstílsbreytingu í stað skyndikúra.

 

Nokkrir góðir siðir sem ég hef tileinkað mér til að halda í mína heilsuvegferð eru meðal annars eftirfarandi: 

  • Drekka nægt vatn á hverjum degi
  • Taka inn góðgerla strax um morguninn
  • Passa uppá nægan og gæða svefn.
  • Daglegar morgungöngur á hverjum morgni. Eitt af því fyrsta sem ég geri á morgnana og það sem ég hef gert í mörg ár núna er að byrja daginn á stuttri göngu. Þetta eru ekki nema 10-20 mín þar sem ég hressi mig við, stilli hugan rétt fyrir daginn og tek inn sólarljósið ef sólin hefur risið.
  • Að passa upp á að hver máltíð og millimál sé vel “balanseruð” og þá með góða samsetningu af próteini, fitu, trefjum og flóknum kolvetnum.
  • Fæ mér sætubita sem bragðast dásamlega en eru þó laus við hvítan sykur.

 

Ert þú með einhver ráð eða innsýn fyrir aðra sem eru að byrja sýna vegferð að bættri heilsu og vellíðan?

Ég hvet þá sem eru að hefja breyttan lífsstíl að fara inn í það með það hugarfar að lífsstíll sé ferðalag en ekki áfangastaður. Alveg eins og líkamsrækt, við fáum ekki árangur sem endist með því að mæta í einn tíma, allra heldur þurfum við að tileinka okkur breyttar venjur sem við höldum okkur við.

Ekki gefast upp á sjálfri þér ef þú ferð aðeins útaf sporinu eða svekkja þig á því hvað þú stendur þig ekki nógu vel ef þú tekur aðeins hliðarspor, því heilsusamlegur lífsstíll ætti ekki að vera þannig að þú megir aldrei leyfa þér neitt, allra heldur snýst hann um að finna þetta fullkomna jafnvægi í líkama og sál.

lifdutilfulls.is

Instagram

Facebook

© Copyright 2023 | All rights reserved | Jörth ehf