Færðu reglulega kvef eða einhverja umgangspest eða ertu með langvinnar bólgur? Rannsóknir sýna að heilbrigður meltingarvegur er grunnur að öflugu ónæmiskerfi sem verndar líkamann gegn veikindum.

Immun 1.1 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem að græðir meltingarveginn og styrkir ónæmiskerfið. Immun inniheldur einstaka sérhannaða blöndu af gerjaðri íslenskri broddmjólk, lysozyme og ovótransferríni.

Immun inniheldur einnig næringarefni eins og sínk, A-vítamín og bíótín sem vernda líkamann, græða meltingarveginn og styrkja ónæmiskerfið. Með öflugum innihaldsefnum eins og hjálpar Immun þér að vera við góða heilsu og verja þig gegn sýkingum.

  • Eflir ónæmiskerfið: Inniheldur gerjaða íslenska broddmjólk ásamt viðbættu lysozyme og ovótransferríni sem vinna sérstaklega gegn sýkingum og bólgum.
  • Græðandi áhrif: Broddmjólkin græðir og byggir upp heilbrigðan meltingarveg.
  • Öflug vítamín og steinefni: Sínk eflir ónæmiskerfið, A-vítamín og bíótíni viðhalda heilbrigri slímhúð í öndunarfærum, meltingarvegi og þvagfærum.
  • Náttúruleg hráefni: Framleitt úr hágæða náttúrulegum hráefnum án allra aukaefna.
  • Öflug vörn: Má nota daglega en sérstaklega mikilvægt á álagstímum eða til að verjast umgangspestum.

Leyfðu náttúrunni að græða þig.

Kaupa Immun

Hvað er broddmjólk?

Broddmjólk (e. colostrum) er næringarríkasta afurð spendýrs. Broddmjólk er ofurfæða, enda það fyrsta sem ungviðið fær eftir að það kemur í heiminn.

Broddmjólk ver nýfædd afkvæmi fyrir sýkingum og sjúkdómum því hún inniheldur ýmist önnur eða hærra hlutfall ákveðinna verndandi efna en venjuleg mjólk, t.d. ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II.

Hvað er lysozyme?

Lysozyme er lífvirkt ensím sem finnst náttúrulega í ýmsum líkamsvessum, eins og tárum og munnvatni, og hefur öfluga sýklavarnareiginleika. Það vinnur gegn bakteríum með því að brjóta niður frumuvegg þeirra, sem styrkir ónæmiskerfið og verndar líkamann gegn sýkingum. Rannsóknir sýna fram á breiðvirka sýklahemjandi, sýkladrepandi, bólgueyðandi og ónæmiseflandi eiginleika lysozymes.

Hvað er lactóferrín?

Lactóferrín er fjölvirkt prótein sem finnst meðal annars í broddmjólk og öðrum líkamsvessum. Það bindur járn og hamlar þannig vöxt baktería sem þurfa járn til að lifa. Lactoferrin er þekkt fyrir að hafa bólgueyðandi og sýklaverjandi áhrif sem stuðlar að sterkara ónæmiskerfi og betri heilsu.

Hvað er ovótransferrín?

Ovótransferrín er prótein sem er að finna í eggjahvítu. Líkt og lactoferrín hindrar það útbreiðslu sýkla með því að bindast járni og hamlar þannig vöxt þeirra. Rannsóknir sýna að ovótransferrín hefur einnig bólguhemjandi eiginleika og dregur úr bólguviðbrögðum með því að hafa m.a. áhrif á TNF-a, IL-6 og ROS.

Hvað gerir Immun 1.1 fyrir þig?

Broddmjólk er næringarríkasta afurð spendýrs, er ofurfæða og ver okkur fyrir sýkingum og sjúkdómum þar sem hún inniheldur ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II. Samverkandi þættir ovo- og bovine lysozyme ásamt laktóferríni og ovótransferríni veita breiðvirka ónæmiseflandi virkni, hafa breiðvirka örverueyðandi verkun gegn sýklum, ásamt því að vera einnig bólgueyðandi og andoxandi.

Immun 1.1 hjálpar til við að draga úr tíðni sýkinga með því að styrkja ónæmiskerfið og efla náttúrulega vörn líkamans gegn sýklum. Góðgerlar og lífvirkir þættir broddmjólkur bæta þarmaheilbrigði, sem er lykilþáttur í heilbrigðu ónæmiskerfi og betri vörn gegn sýkingum. Lysozyme hefur örverueyðandi áhrif gegn bakteríum, en það er líka talið hafa nokkra virkni gegn sumum veirum og sveppum með því að rjúfa frumuvegg þeirra. Ovotransferrin og lactoferrin hafa sýnt fram á víðtæka virkni gegn bakteríum, vírusum og sveppum. Þessi efni geta einnig haft bein bólgueyðandi áhrif sem getur hjálpað líkamanum að bregðast betur við sýkingum, þar með talið veirusýkingum. Rannsóknir sýna að sínk hefur ónæmiseflandi eiginleika og getur eflt ónæmisviðbrögð gegn vírusum. Það hefur einnig verið sýnt fram á að sínk getur dregið úr fjölgun ákveðinna veira, þar á meðal kvefveira (rhinovirus), og bætt ónæmisviðbrögð líkamans.

Gerjuð broddmjólk inniheldur fjölmarga ónæmisþætti, sem eflast enn frekar við gerjunina og hafa bólgueyðandi eiginleika. Hún dregur úr framleiðslu bólguþátta eins og TNF-α og IL-6 og styður við heilbrigðan meltingarveg, sem er lykilatriði fyrir betra ónæmiskerfi og minni bólgur. Ovotransferrin hindrar vöxt baktería sem geta valdið bólgum. Ovotransferrin dregur einnig úr bólguþáttum eins og TNF-α og IL-6 og dregur úr oxunarálagi. Lysozyme stuðlar að minni bólgu þar sem sýkingar eru oft upphaf bólguviðbragða. Sink hefur öfluga bólgueyðandi eiginleika með því að minnka framleiðslu IL-6 og TNF-α. Sink bætir einnig frumuvöxt og viðgerð sem er mikilvægt í bólgueyðandi ferlum. Bíótín styður við heilbrigði slímhúða sem hjálpar til við að vernda gegn sýkingum og bólgum. Það stuðlar einnig að heilbrigðri ónæmissvörun. A-vítamín er mikilvægt fyrir viðhald á heilbrigðu ónæmiskerfi og hefur beint bólgueyðandi áhrif með því að draga úr framleiðslu bólguþátta eins og IL-1β, IL-6, og TNF-α.

Þetta gerir Immun að afar öflugu bætiefni sem eflir ónæmiskerfið og drega úr bólgumyndun.

Inniheldur sínk, sem rannsóknir sýna að stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins, og A-vítamín og bíótín, sem rannsóknir sýna að viðhalda eðlilegri slímhúð. Inniheldur fjöldann allan af mikilvægum næringarefnum á borð við kolvetni, prótín og fitu ásamt fituleysanleg og vatnsleysanleg vitamín, steinefni, ensím og aminósýrur. Immun inniheldur nauðsynlegar fitusýrur, fásykrur, örverueyðandi efni ásamt ýmsum ónæmis- og vaxtaþáttum sem rannsóknir hafa sýnt að efli heilsu.

Inniheldur þætti sem rannsóknir sýna að styrkja þarmaveggi og millifrumutengingar og stuðla að heilbrigðu gegndræpi þarma. Rannsóknir sýna að heilbrigt gegndræpi þarma dregur úr líkum á að bólgumyndandi þættir eins og fitufjölsykrur (LPS) og skaðlegar örverur eða sýklar komist frá meltingarvegi út í líkamann.

Innihald í Immun 1.1

Gerjuð íslensk broddmjólk:

  • Rík af ónæmisstyrkjandi efnum og næringarefnum sem styðja við ónæmiskerfið.

Góðgerlar:

  • Styðja við heilbrigða þarmaflóru og meltingarstarfsemi.

Lysozyme:

  • Hefur örverueyðandi eiginleika og hjálpar til við að vernda gegn sýkingum.

Ovótransferrín:

  • Járnbindandi prótein sem hefur sýklahemjandi og bólgueyðandi virkni.

Sinksítrat (Zink):

  • Nauðsynlegt fyrir ónæmisstarfsemi og bólgustjórnun.

Retinýl pálmitat (A-vítamín):

  • Styður við ónæmiskerfið og húðheilsu.

Bíótín (B7-vítamín):

  • Nauðsynlegt fyrir efnaskipti og stuðlar að heilbrigðri húð, hári og nöglum.
Rannsóknir á vegum Jörth

Rannsóknir á hráefni, þ.e. broddmjólk hafa verið framkvæmdar á MIBRC rannsóknarsetri við MassGeneral Hospital, Harvard Medical School.

Klínísk íhlutunarrannsókn fer nú fram á einstaklingum á aldrinum 50-70 ára þar sem þátttakendur taka inn gerjaða broddmjólk eða fæðubótarefnið Abdom. Þar eru áhrif efnanna á þarmaflóru, gegndræpi þarma, bólguþætti og fleiri heilsufarsþætti skoðuð. Rannsóknin er hluti af SYMBIOSIS öndvegisrannsókn við Háskóla Íslands.

Míkróhjúpun og ferðalag gerlanna um meltingarveginn

Míkróhjúpun (e. microencapsulation) gegnir mikilvægu hlutverki við að vernda góðgerlana á leið sinni gegnum meltingarveginn og niður í þarmana. Rannsóknir sýna að míkróhjúpun verndar gerlana gegn magasýrum, ensímum og gallsýrum en tilgangur þeirra er að brjóta niður það sem á vegi þeirra verður.

Með míkróhjúpun er þannig hægt að stýra því hvar og hvenær losun gerlanna á sér stað eftir inntöku. Virkni gerlanna í þörmunum er háð því að nægilega margir gerlar komist lifandi niður í þarmana og að þeir séu í góðu ástandi til að hefja þar störf. Með míkróhjúpun gerlanna er virkni þeirra hámkörkuð í meltingaveginum sjálfum, en einnig utan hans þar sem lífeðlislfræðileg áhrif góðgerlanna hafa áhrif á hormón, efnaskipti, ónæmis- og taugakerfi og geðheilsu.

Umbúðir

Jörth er þar sem náttúran og vísindin mætast. Við störfum með sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum áherslu á að allir þættir í starfsemi okkar séu umhverfisvænir.

Við gerum ríkar kröfur til okkar sem og til okkar samstarfsaðila í umhverfismálum. Við notum umbúðir sem eru endurvinnanlegar og lágmörkum umhverfisspor okkar. Glös eru margnota og endurvinnanleg. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kaupa glas aðeins einu sinni og að panta svo áfyllingu.

Áfyllingar koma í einföldum, léttum og umhverfisvænum umbúðum sem eru endurvinnanlegar.

Með því að margnota glösin frá okkur geymir þú bætiefnin þín við bestu mögulegu skilyrði.

Immun er án eftirtalinna ofnæmisvalda og aukaefna sem skilgreind eru af Matvæla- og öryggisstofnun Evrópu (EFSA).

Spurt og Svarað

Hvernig er best að taka Immun bætiefnið inn?

Til að fá sem mest út úr Immun og hámarka virkni þess er mikilvægt að taka það rétt.

Daglega

  • Taktu Immun daglega, jafnvel þótt þú finnir ekki fyrir lasleika né álagi. Þannig getur þú byggt upp varnir ónæmiskerfisins og viðhaldið stöðugri verkun Immun.

Taktu inn með mat

  • Immun inniheldur fituleysanlegt A-vítamín (retínýl pálmitat) sem best er að taka inn með máltíð sem inniheldur smá fitu. Þetta hjálpar líkamanum að nýta vítamínið betur.
  • Tryggir einnig betri upptöku næringarefna eins og á sínki og bíótíni.

Morgun, síðdegi, kvöld

  • Það er mikilvægt að taka Immun inn þrisvar sinnum á dag á sama tíma, daglega, til að viðhalda stöðugri virkni

Drekktu vatn með

  • Drekktu glas af vatni þegar þú tekur bætiefnið þar sem það hjálpar til við frásog og nýtingu efna. Það er mikilvægt að fylgja ráðlögðum dagskammti fyrir hámarksárangur.
Hvers vegna ætti ég að taka Immun bætiefnið?

Ef þú vilt styrkja ónæmiskerfið, bæta samsetningu þarmaflórunnar og draga úr sýkingum og bólgum.

Styrkir ónæmiskerfið

  • Immun inniheldur efni eins og broddmjólk, lysozyme, og ovótransferrín sem styðja við og styrkja ónæmiskerfið. Broddmjólk er þekkt fyrir að vera einstaklega næringarrík og inniheldur mikilvæga ónæmisþætti sem geta verndað líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum.

Dregur úr bólgum og bætir samsetningu þarmaflórunnar

  • Immun inniheldur efni með bólgueyðandi og örverueyðandi eiginleika eins og sínk, A-vítamín, bíótín ásamt góðgerlum sem bæta þarmaflóruna. Með því að styðja við heilbrigða þarmaflóru getur Immun dregið úr bólgum í þörmunum sem hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan.

Vörn gegn sýkingum

  • Broddmjólk, lysozyme og ovótransferrín hafa öflug áhrif gegn sýklum, veirum og sveppum. Ef þú ert að veikjast reglulega eða vilt forðast sýkingar á tímum þar sem ónæmiskerfið er undir álagi gæti Immun verið gagnlegt til að styrkja ónæmiskerfið og styðja við betri varnir gegn sýkingum.

Styrkir húð og hár

  • Bíótín og A-vítamín í Immun eru ekki bara góð fyrir ónæmiskerfið heldur einnig fyrir húð, hár og neglur. Ef þú vilt bæta útlit húðarinnar og heilsu hársins getur Immun haft jákvæð áhrif.

Náttúruleg og lífvirk efni

  • Immun er samsett úr náttúrulegum, lífvirkum efnum eins og broddmjólk sem er ofurfæða sem inniheldur fjölbreytt ónæmiseflandi efni. Það inniheldur engin erfðabreytt efni, fylliefni eða skaðleg aukaefni, sem gerir það að góðum valkosti fyrir þá sem vilja stuðla að betri heilsu á náttúrulegan hátt.

Þú ættir að taka Immun ef þú vilt styrkja ónæmiskerfið, draga úr bólgum, vernda þig gegn sýkingum, bæta heilsu húðar og hárs, og styðja við heilbrigða þarmaflóru. Immun er náttúrulegt bætiefni með öflugum lífvirkum efnum sem geta stuðlað að betri heilsu og vellíðan.

Hvað þarf ég að taka Immun legi til að finna mun?

Áhrif af inntöku á Immun eru breytileg eftir einstaklingum og ástandi ónæmiskerfisins. Almennt máttu búist við að finna mun eftir 2-4 vikur af reglulegri notkun.

Ónæmiskerfið

  • Ef ónæmiskerfið er veikt eða undir álagi getur það tekið lengri tíma að byggja það upp, en fyrstu merki geta verið minni veikindi eða þú veikist sjaldnar, eða þú ert fljótari að ná þér eftir minniháttar sýkingar.

Þarmaflóran

  • Immun inniheldur efni sem stuðla að bættri samsetningu á þarmaflóru. Ef þarmaflóran er í ójafnvægi getur það tekið 3-4 vikur að leiðrétta ójafnvægið og þannig finna bætta meltingu og öflurgri heilsu í kjölfarið.

Regluleg notkun

  • Mikilvægt er að taka Immun daglega til að ná fram stöðugum áhrifum. Langvarandi notkun (8-12 vikur) getur stuðlað að sterkari áhrifum gegn bólgu, almennt á ónæmiskerfi, almenna heilsu og vellíðan.

Til að hámarka áhrif Immun er gott að taka það reglulega í að minnsta kosti einn til tvo mánuði og fylgjast með breytingum á heilsu, orku og úthaldi, meltingu og tíðni minniháttar sýkinga eða veikinda.

Má ég taka Immun inn ef ég er á lyfjum?

Þó að Immun sé náttúrulegt bætiefni er mikilvægt að hafa í huga að það inniheldur lífvirk efni eins og broddmjólk, lysozyme, ovótransferrín, vítamín og steinefni sem gætu haft áhrif á hvernig ákveðin lyf virka í líkamanum, sérstaklega ónæmisbælandi lyf. Við ráðgleggjum ekki inntöku á Immun nema í samráði við lækni í slíkum tilfellum.

Má ég taka inn Immun ef ég er þunguð eða með barn á brjósti?

Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti er mikilvægt að fara varlega varðandi inntöku á bætiefnum, jafnvel náttúrulegum efnum eins og Immun. Sem dæmi má nefna að of mikil neysla á A-vítamíni á meðgöngu getur verið skaðleg fyrir fóstrið. Magn A-vitamíns í Immun er innan viðmiðunarmarka en ávalt gott að ráðfæra sig við lækni til að tryggja rétt magn af vítamínum í heild sinni.

Hvernig er best að geyma Immun?

Besti staðurinn er þar sem þú manst eftir að taka bætiefnið inn á hverjum degi. Fyrir suma er það í eldhúsinu en öðrum hentar að hafa glasið á baðherberginu eða jafnvel í bílnum. Glösin eru sérstaklega hönnuð til að varðveita gæði vörunnar sem lengst, lágmarka ljós og hita og hámarka ákveðna geisla sem lengja líftíma vörunnar. Ekki þarf að geyma Immun í kæli.

ATHUGIÐ að geyma aldrei bætiefni þar sem börn ná eða sjá til.

Hvernig er er broddmjólkinni safnað og fær kálfurinn nóg?

Þegar kýrin ber framleiðir hún broddmjólk handa kálfinum. Við söfnum broddmjólk mjólkurkúa, en kú framleiðir mun meira magn en kálfurinn getur nýtt. Eftir að kálfurinn hefur fengið það sem hann þarf þá söfnum við restinni sem hingað til hefur að mestu verið fargað (nema því litla sem nýtt hefur verið til að búa til ábrystir). Þannig erum við að draga úr „matarsóun“ og mengun og skapa verðmæti í staðinn.

Er hægt að kaupa áfyllingu?

Áfyllingar eru væntanlegar! Fylgstu með, skráðu þig á póstlistann og fylgdu okkur á samfélagsmiðlum.

Eru til fleiri bætiefni frá Jörth?

Vörulína Jörth stækkar ört og samanstendur nú af fimm öflugum bætiefnum.

Abdom 1.0
Nerv 1.2
Dorm 2.0
Focuz 2.1

Kæri viðskiptavinur,

Við hjá Jörth leggjum mikla áherslu á að veita þér bestu mögulegu þjónustu og upplifun. Við erum þakklát fyrir traustið sem þú, sem viðskiptavinur, hefur sýnt okkur og við myndum kunna mjög vel að meta ef þú gætir tekið stund og deilt reynslu þinni með öðrum.

Þínar umsagnir eru verðmætar fyrir okkur, ekki aðeins til að bæta þjónustu okkar, heldur einnig til að hjálpa öðrum viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun.

Ef þú hefur nokkrar mínútur til aflögu, vinsamlegast smellið á eftirfarandi tengil til að skrifa umsögn á Google um upplifun þína á Jörth

Við þökkum þér fyrirfram fyrir tímann og umsögnina.

Með bestu kveðju,

Birna og Jörth teymið