Í tilefni þess að október er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði viljum við beina sjónum að mikilvægu og oft vanræktu sambandi: samskiptum þarma og heila. Nýjustu rannsóknir sýna að heilbrigði meltingarvegar getur haft veruleg áhrif á líðan, skap, einbeitingu og svefn. Þessi tengsl eru þekkt sem þarma–heila ás (e. gut–brain axis).
Hvað er þarma–heila ás?
Þarma–heila ás er samskiptaleið sem á sér stað milli meltingarkerfis og miðtaugakerfis. Þetta samband er tvíátta og fer meðal annars fram með aðstoð vagus-taugar, boðefna, hormóna og ónæmiskerfis.
Í meltingarveginum eru milljónir taugafrumna. Þetta kerfi starfar sjálfstætt að hluta til, en er einnig í stöðugum samskiptum við heilann sem þýðir að breytingar í meltingarvegi geta haft bein áhrif á andlega líðan og öfugt.
Framleiðsla boðefna í meltingarveginum
Meltingarkerfið ber ekki eingöngu ábyrgð á meltingu og nýtingu næringar heldur framleiðir það einnig fjölmörg boðefni sem hafa áhrif á taugakerfið.
- Um 80–90% af serótóníni líkamans er framleitt í meltingarveginum. Serótónín hefur áhrif á skap, svefn og almenna vellíðan.
- Þarmaflóran framleiðir stuttkeðju fitusýrur (SCFA), svo sem bútýrat, sem geta haft bólguhamlandi áhrif, haft jákvæð áhrif á blóð–heila tálma (e. blood brain barrier) og stutt við heilastarfsemi.
- Örverurnar í þörmunum geta einnig framleitt GABA, róandi boðefni sem tengist minni streitu og kvíða.
Þegar jafnvægi ríkir í þarmaflórunni geta þessi efni stuðlað að bættri andlegri líðan. Ef ójafnvægi myndast eða truflun á sér stað getur það hins vegar haft neikvæð áhrif á boðskipti og geðheilsu.
Áhrif streitu á samskipti þarma og heila
Streita getur haft bein áhrif á þarma–heila ás. Langvarandi streita getur dregið úr virkni vagus-taugar, haft áhrif á þarmahreyfingar (hversu lengi fæðan ferðast í gegnum meltingarveginn) og einnig aukið gegndræpi í þörmum. Þetta getur leitt til ójafnvægis í þarmaflórunni og aukinnar bólgusvörunar, sem aftur hefur áhrif á boðskipti við heilann.
Að draga úr streitu, hlúa að svefni og skapa reglulegar venjur getur hjálpað til við að viðhalda heilbrigðum samskiptum milli þarma og heila.
Heildræn nálgun varðandi líkamlega og andlega heilsu
Til að styðja við heilbrigðan þarma–heila ás þarf að huga að ýmsum þáttum daglega:
- Mataræði: Fjölbreytt og trefjaríkt fæði sem styður við þarmaflóruna ásamt góðri/hollri fitu, svo sem kaldpressaðri ólífuolíu, ásamt næringaríkum hráefnum.
- Svefn og hreyfing: Reglulegur svefn og hreyfing hafa jákvæð áhrif á bæði meltingu og taugakerfi.
- Streitustjórnun: Aðferðir sem róa taugakerfið, svo sem djúpöndun, hugleiðsla eða göngur í náttúrunni, geta styrkt tengslin milli þarma og heila.
- Markviss næring: Vítamín, steinefni og jurtir geta stutt við eðlileg boðskipti taugakerfisins og hjálpað líkamanum að viðhalda jafnvægi.
Focuz og Nerv: Næring fyrir taugakerfið
Við hjá Jörth höfum þróað bætiefni sem styðja við starfsemi taugakerfisins í takt við þá nálgun að líðan byggist á samspili líkamlegra og andlegra þátta.
- Focuz inniheldur næringarefni sem styðja við eðlilega starfsemi taugakerfisins, einbeitingu og orku.
- Nerv er samsett úr innihaldsefnum sem styðja við taugakerfið á tímum álags og stuðla að innri ró og jafnvægi.
Þessi bætiefni eru hugsuð sem hluti af stærri heild, þar sem lífsstíll, næring og sjálfsumhyggja spila lykilhlutverk.
Lokaorð
Þarma–heila ás sýnir okkur að líkamleg og andleg heilsa eru nátengd. Með því að hlúa að meltingunni, draga úr streitu og styðja taugakerfið getum við lagt grunn að betri líðan. Október er góður tími til að staldra við, hlusta á líkamann og að minna okkur á að styrkja þessi mikilvægu tengsl.


